Úrkomusamt í október á Ströndum

Mynd Jón G Guðjónsson

Samkvæmt upplýsingum sem Jón G Guðjónsson veðurathgunarmaður í Árneshreppi á hefur sett inn á vefsíðuna litlihjalli.is mældist úrkoma 104,9 mm í október. (í október 2023: 76.0 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 2: +10,1 stig.

Mest frost mældist þann 31: -7,7 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,2 stig. (í október 2023: +4.0 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,61 stig. (í október 2023: +0.76 stig.)

Alhvít jörð var í 5 daga.

Flekkótt jörð var í 7 daga.

Auð jörð var því í 19 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 25: 10CM.

———————————

Það sem af er ári hefur úrkoma í Reykjavík mælst 660,7 mm. Það eru um 95% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri hafa mælst 494,4 mm. Það er um 14% umfram meðallag áranna 1991 til 2020.

DEILA