Björgunarsveitin Björg gekkst fyrir kótilettukvöldi í tíunda sinn á laugardagskvöldið í Félagsheimili Súgandafjarðar á Suðureyri. Formaður sveitarinnar Ólafur Halldórsson setti skemmtunina og veislustjóri kom frá Bíldudal, akandi um nýja veginn yfir Dynjandisheiði, Gísli Ægir Ágústsson sem hafði með sér til halds og trausts pólskan saxafónleikara. Þá var veglegt happdrætti og fjöldi vinninga. Seldust að sögn um 700 miðar.
Jóna Arnar Gestsson, gjaldkeri Bjargar var hæstánægður með kvöldið, sagði að um 130 manns hefðu komið og skemmt sér vel og átt góða kvöldstund saman. Ekki spillt fyrir að tekjurnar fyrir sveitina voru ágætar og sagði Jón að þær væru farnar að slaga hátt upp í tekjur af flugeldasölu.