Súðavík: lögreglumaðurinn Hörður Grímsson í söguskilti

Stefán Maní, Hörður Grímsson og Bragi Thoroddsen,sveitarstjóri.

Í vikunni var afhjúpað í Súðavík söguskilti með lögreglumanninum Herði Grímssyni sem er sögupersóna í glæpasögum eftir Stefán Mána.

Hörður Grímsson starfar hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík og fer oftar en ekki eigin leiðir í rannsóknarvinnu sinni. Hann á það til að sjá lengra en hið mannlega auga og honum fylgja svartir skuggar sem ekki eru alltaf góðir ferðafélagar. Hörður Grímsson er einn dáðasti lögreglumaður íslensku glæpasögunnar.

Hörður er Vestfirðingur í húð og hár, sjómannssonur frá Súðavík. Hann stundaði sjómennsku ungur með föður sínum meðfram skóla en þegar hann var á unglingsaldri missti hann báða foreldra sína og yngri systkini í snjóflóði. Æska Harðar í Súðavík hefur mótað hann og hann sækir oft hingað í heimahagana til að ná í orku og tengingu.

Stefán Máni hefur gefið út á þriðja tug bóka og eru spennusögurnar um son Súðavíkur, Hörð Grímsson,
orðnar fjölmargar. Í bókunum lýsir Stefán Máni Herði meðal annars sem rauðhærðum, brúnaþungum með
græn augu. Axlasíður hárlubbinn er úfinn og flæktur, andlitið stórskorið og vangarnir þaktir grófum
skeggbroddum. Hér sjáum við hvernig gervigreindin sér Hörð útfrá lýsingu Stefáns Mána. Hvernig sérð þú
hann fyrir þér?

Bækur Stefáns Mána um lögreglumanninn Hörð Grímsson hafa skapað sér algjöra sérstöðu innan
íslenskrar spennusagnagerðar og aflað sér mikilla vinsælda meðal lesenda

https://www.dropbox.com/scl/fi/htrx4auw3ec6uguy9q2zm/HORDUR-GRIMSSON-SUDAVIK.pdf?rlkey=hzqcyht0jjh3cgjlbn5yfsr5o&dl=0

Það er bókaútgáfan Sögur sem gefur út.

Höfundur við símaklefann þar sem hann gaf nokkrar bækur til bókasafnsins.

DEILA