Stækka á  Réttarholtskirkjugarð í Engidal í Skutulsfirði

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur birt til kynningar tillögur um breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.

Tilgangur breytinganna er að skapa svigrúm fyrir stækkun og uppbyggingu Réttarholtskirkjugarðs í Engidal í Skutulsfirði.

Markmið Ísafjarðarbæjar með skipulagsgerðinni er að tryggja nægt framboð legstaða í Skutulsfirði fyrir öll trúfélög. Einnig að tryggja að framkvæmdir valdi sem minnstum neikvæðum áhrifum á umhverfið og að vandað verði til umhverfisfrágangs.

This image has an empty alt attribute; its file name is kirkjugardur.jpg

Árið 1968 vann Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt tillögu að skipulagi kirkjugarðs í Engidal og var Réttarholtskirkjugarður byggður í samræmi við tillöguna. Garðurinn var tekinn í notkun árið 1974 og í honum eru 1060 grafarstæði, þar af eru um 770 þegar nýtt.
Laus grafarstæði eru einungis 156 og ekki er gert ráð fyrir minningarreit eða stæðum fyrir duftker, önnur trúfélög og óvígða mold.

Í kirkjugarðinum er kapella og malarplön fyrir bílstæði eru beggja vegna Engidalsvegar.

DEILA