Sr. Bryndís ráðin sóknarprestur í Patreksfjarðarprestakalli

Patreksfjarðarkirkja. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir sóknarpresti til þjónustu í Patreksfjarðarprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur var til miðnættis 9. október.

Sr. Bryndís Svavarsdóttir hefur verið ráðin í starfið og hefur hú störf í janúar.

Bryndís Svavarsdóttir er fædd 30. nóvember árið 1956 í Hafnarfirði.

Bryndís tók BA í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og útskrifaðist með cand. theol. próf í júní árið 2012 og hlaut embættisgengi 1. júlí árið 2013.

Hún var vígð þann 17. nóvember árið 2019 og settur prestur í Patreksfjarðarprestakalli frá 1. desember árið 2019-31. maí 2020 og aftur 1. nóvember 2020-31. maí 2021.

Síðan hefur hún verið afleysingaprestur á ýmsum stöðum, nú síðast í Skagafjarðarprestakalli og mun hún þjóna þar fram í janúar.

Séra Örn Bárður Jónsson áður prestur í Nesprestakalli í Reykjavík mun gegn störfum sóknarprests í Patreksfjarðarprestakalli næstu tvo mánuði.

DEILA