Út er komin bókin Sjávarföll – ættarsaga, þar sem sögð er fjölskyldufrásögn fimm ættliða. Sögusviðið er meðal annars Ísafjörður, sunnanverðir Vestfirðir og Breiðarfjarðaeyjar. Tímabilið sem frásögnin spannar nær allt frá fyrri hluta nítjándu aldar til seinni hluta tuttugustu aldar. Í frásögninni kemur við sögu arfgeng heilablæðing sem felldi marga einstaklinga – allt fólk í blóma lífsins.
Sjávarföll er lifandi ættarsaga fimm kynslóða. Persónur birtast í því umhverfi og aðstæðum sem þær lifðu við samkvæmt þeim ríkulegu heimildum sem höfundur byggir söguna á. Frásögnin er sett fram á þann hátt að hún endurspeglar tíðaranda hverrar kynslóðar.
Mikill fjöldi ljósmynda og skýringarmynda lífgar frásögnina.
Höfundur bókarinnar er Emil B. Karlsson. Á bókarkápu segir að Sjávarföll sé frumraun höfundar við gerð sannsögulegs efnis. Við skrifin hafi meðal annars nýst vel menntun hans í sagnfræði og gerð kynningarefnis.
Útgefandi bókarinnar er bókaforlagið Sæmundur. Bókin fæst í bókabúðum. Áhugasamir geta einnig fengið bókina senda á góðum kjörum beint frá höfundi. Sendið þá tölvupóst til emilbk@ismennt.is.