Samstöðufundur í Edinborgarhúsinu í dag kl 17

Kennarar í Tónlistarskóla Ísafjarðar hafa verið í verkfalli síðan í lok október.

Félagsfólk KÍ í öllum skólagerðum vill hér með boða þingmenn og sveitarstjórnarfólk á Vestfjörðum til fundar til að eiga samtal um þá stöðu sem upp er komin vegna vanefnda á samkomulagi frá 2016, um jöfnun lífeyrisréttinda og jöfnun launa á milli vinnumarkaða.

Til máls taka:

Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ

Andri Pétur Þrastarson, kennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar

Guðlaug Jónsdóttir, kennari við Grunnskólann á Ísafirði..

Hildur Sólmundsdóttir, leikskólastjóri í Grænagarði á Flateyri

Orðið gefið laust – umræður

Tónlistaratriði: Fjöldasöngur undir stjórn Bjarneyar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur skólastjóra TÍ

Heitt á könnunni og allir velkomnir!

DEILA