Morgunblaðið birti í gær greiningu á tveimur síðustu könnunum Prósent í Norðvesturkjördæmi. Eru tvær kannanir í nóvember settar saman í eina. Nær tímabilið frá 8. til 21. nóvember.
Samkvæmt könnuninni fengi Samfylkingin mest fylgi í kjördæminu eða 20%, þá kæmi Viðreisn með 16%. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins mælast með 13% fylgi hvor, Sjálfstæðisflokkurinn 11% og Framsóknarflokkurinn 10%. Hver þessara sex flokka fengi eitt þingsæti hver. Jöfnunarþingsætið myndi fara til Pírata samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins og Prósents.
Samfylkingin, Miðflokkurinn, Viðreisn og Flokkur fólksins eru í sókn miðað við úrslit síðustu alþingiskosninga en stjórnarflokkarnir fá allir slaka útkomu.
Töuverðar sveiflur eru í fylgismælingunum milli einstakra kannana og er rétt að árétta að svörin eru fá og því vikmörk víð.