Morgunblaðið birti í morgun greiningu á fylgi flokka eftir kjördæmum úr könnun Prósents sem framkvæmd var fyrstu vikuna í nóvember. Settur er sami fyrirvari og er í öðrum könnunum um víð vikmörk vegna fárra svara í Norðvesturkjördæmi.
Samkvæmt könnunnni dreifist fylgi flokkanna þannig að kjördæmaþingsætin sex fara til sex framboða þannig að hvert þeirra fær eitt þingsæti.
Fylgi Samfylkingarinnar er mest og fær flokkurinn 18% atkvæða. Viðreisn er komin í annað sæti og mælist með 16%, þá Framsókn með 15%, Flokkur fólksins 14%, Sjálfstæðisflokkurinn 13% og Miðflokkurinn 10%.
Píratar, Sósíalistaflokkurinn og Vinstri grænir eru með fylgi á bilinu 3 – 5%.