Í gær var á Patreksfirði minningarstund um fórnarlömb umferðaslysa. En það var liður í árlegum alþjóðlegi degi.
Tilgangurinn með deginum er að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni. Þá er rík hefð fyrir því á minningardeginum að færa starfsstéttum, sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður, þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf.
Viðbragsaðilar hittust á Patreksfirði. Séra Örn Bárður Jónsson hélt minningarstund í kirkjunni, kirkjukórinn söng. Í lokin buðu viðbragðsaðilar kaffi og meðlæti í safnaðarheimilinu.
Aðilar sem tóku þátt:
Björgunarsveitin Blakkur
Slysavarnardeildin Unnur
Lögreglan á Vestfjörðum
Slökkvilið Vesturbyggðar
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Sjúkraflutningar HVest
Viðbragsaðilarnir. Mynd: Kristín Bergþóra Pálsdóttir.
Farartækin. Mynd: Fanney Inga Halldórsdóttir.