Nýr Blóðbankabíll getur farið víða um land

Ég hvet alla sem geta til að leggja sitt af mörkum með því að gefa blóð og gera það reglulega“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt að veita 50 milljónir króna í kaup á nýjum blóðsöfnunarbíl fyrir Blóðbankann. Landspítalinn mun ráðast í útboð um kaup á bílnum og gert er ráð fyrir að hægt verði að taka hann í notkun fyrri hluta næsta árs.

Blóðbankinn er með einn blóðsöfnunarbíl í rekstri. Í fjárfestingaráformum Landspítala hefur verið sett í forgang að bæta við öðrum bíl sem er minni en sá sem fyrir er. Sá gæti farið víða um land og talið líklegt að með því mætti laða að nýja blóðgjafa.

Með nýjum bíl er hægt að auka stöðugleika í rekstri og ná til fleiri blóðgjafa Til lengri tíma litið er horft til þess að endurnýja eldri bílinn og styrkja þannig enn frekar getu Blóðbankans til að ná betur til landsmanna og fjölga blóðgjöfum. Með því styrkist rekstur Blóðbankans og birgðastaða hans verður jafnari og öruggari.

DEILA