MÍ: morgunverðarfundur um starfs- og verknám

Þriðjudaginn 12. nóvember n.k. frá kl. 08:10-09:30 er aðilum úr atvinnulífinu á Vestfjörðum boðið til morgunverðarfundar í Menntaskólanum á Ísafirði. Skráning á fundinn fer fram HÉR eða á heimasíðu skólans, www.misa.is, til 9. nóvember. Fundurinn fer fram í mötuneyti skólans og verður boðið upp á morgunverð.

Markmið fundarins er að fara yfir ýmislegt sem varðar starfs- og verknám. M.a. verður kynnt sú vinna og ábyrgð sem varðar rafræna ferilbók fyrir verknámsnema en rafræn ferilbók hefur nú tekið við af námssamningum. Sömuleiðis verður farið yfir möguleika til frekara samstarfs MÍ og atvinnulífsins auk þess sem Vinnustaðanámssjóður verður kynntur (sjá frekar um sjóðinn HÉR). Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi og er umsóknarfrestur til 15. nóvember n.k.

Ólafur Jónsson forstöðumaður Nemastofu atvinnulífsins kemur á fundinn og kynnir Nemastofu o.fl.

Ekki hika við að áframsenda fundarboðið innan ykkar fyrirtækis til þeirra sem þið teljið að hafi gagn af fundinum.

Við í MÍ vonumst til að sjá þig!

Með góðri kveðju, Heiðrún Tryggvadóttir skólameistari og Þröstur Jóhannesson verkefnastjóri.

DEILA