Maskína: Viðreisn og Flokkur fólksins á uppleið – Sjálfstæðisflokkurinn án þingsætis

Fylgi flokkanna á landsvíu skv. Maskínu.

Maskína birti í gær nýja könnun um fylgi við stjórnmálaflokkanna fyrir næstu Alþingiskosningar. Greining á fylgi flokkanna í Norðvesturkjördæmi sýnir nokkrar breytingar frá síðustu könnun Maskínu sem var í síðustu viku.

Þær helstu eru að fylgi Viðreisnar hækkar um 3,5% og Flokks fólksins um 4,4%. Báðir flokkarnir fengju kjördæmakjörinn þingmann. Þá bætir Sósíalistaflokkurinn við sig 2,8% er kominn með 7,8% og nálgast kjördæmaþingsæti.

Sjálfstæðisflokkurinn lækkar um 3% og fær ekki kjördæmakosinn þingmann. Miðflokkurinn missir 5,3% en fær áfram eitt þingsæti. Samfylkingin er með nánast það sama og var fyrir viku. lækkar um 0,4% en fær tvö þingsæti. Framsókn lækkar um 1,4% en heldur einu þingsæti frá síðustu könnun.

Rétt er að minna á að svör í Norðvesturkjördæmi eru það fá að milli kannana geta verið sveiflur í fylgi sem eiga skýringu í úrtakinu en ekki raunverulegum fylgisbreytingum. Þarf því að fylgjast með þróun fylgis einstakra flokka yfir nokkar mælingar til þess að fá betra mat á ætluðu fylgi.

DEILA