Litla Netagerðin – galleri

Fjórar af listakonunum voru við afgreiðslu fyrsta opnunardaginn.

Á laugardaginn var opnað gallerí á Ísafirði sem jafnframt er verslun lista- og handverksfólks sem hefur aðstöðu í Netagerð Vestfjarða. Þar eru á þriðja tug með vinnustofur og vinna að list sinni.

Litla Netagerðin – galleri er við Aðalstræti 22 í hjarta miðbæjarins á Ísafirði, í kjallaranum undir Heimabyggð og þar er til sýnis og sölu afrakstur þess sem skapað er í vinnustofunum í Netagerðinni.

Það eru 10 konur sem eru með vörur sínar í Litlu Netagerðinni og verður opið sex daga í viku hverri frá þriðjudögum til sunnudags. Virku dagana er opið frá kl 15 til kl 18 , á laugardögum frá kl 11 til kl 18 og á sunnudögum er opið frá kl 13 til kl 16.

Er ekki að efa að hinir fjölmörgu erlendra sem innlendra ferðamanna, sem leggja leið sína til Ísafjarðar á hverju ári eiga margir hverjir eftir að líta inn í Litlu Netagerðina – galleri og njóta þess sem þar er á boðstólum.

Guðrún Birgisdóttir og Heiðrún Björk Jóhannsdóttir.

Hér má sjá hluta af því sem er til sölu í litlu Netagerðinni – galleri.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA