Lionsklúbbur Ísafjarðar býður Ísfirðingum og Vestfirðingum ókeypis blóðsykurmælingu i tilefni alþjóðadags sykursýki á fimmtudaginn 14. nóvember með dyggum stuðningi Hjúkrunar og Sjúkraliðafélags Vestfjarða.
Mælingin verður í andddyri Bónus og Nettós á milli kl 4-6.
Lions hvetur sem flesta til að mæta, þvi sykursýki er falinn sjúkdómur og klúbburinn vonast til að eiga áfram eina bestu mætingu á landinu. Ísfirðingar tekið þátt i frá upphafi og segir í tilkynningu frá Lions að „okkur þykir vænt um að Lionsklúbbur Ísafjarðar er með hæstu þátttöku hvert ár á landsvísu, og viljum við gera betur og allir hjartanlega velkomnir.“
Frá blóðsykursmælingu í Nettó.