Þetta líkan af bátnum Hafdís ÍS 75 er smíðað af Grími Karlssyni.
Hafdís ÍS 75 smíðuð í Svíþjóð árið 1946 úr eik. 79 brl. 215 ha. Polar díesel vél.
Eigandi skipsins var Njöður h/f, Ísafirði, frá 10. júlí 1947. Skipið var selt 19. okt 1956 Vesturhúsum h/f, Þingeyri og Einari Regnarssyni, Vestmannaeyjum.
Skipið brann og sökk í róðri á Selvogsbanka 10. feb 1960. Áhöfnin, 6 menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát skipsins. Síðan bjargaði áhöfn Fróðakletts frá Hafnarfirði mönnunum til lands.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.
Af vefnum sarpur.is