Kostnaður við velferðarþjónustu hækkar um 16 m.kr.

Reykhólar.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti á mánudaginn viðauka nr 14 við fjárhagsáætlun ársins fyrir Ísafjarðarbæ og hækkað framlög til velferðarþjónustu Vestfjarða um 16 m.kr.

Hækkunin er tilkomin vegna vanáætlunar á kostnaði við skammtímadvöl á Reykhólum og stuðningsþjónustu innan heimilis. Hækkar kostnaðurinn úr 47 m.kr. í 63 m.kr.

Við breytinguna hækkar kostnaður við velferðarþjónustuna á Vestfjörðum og verður 798 m.kr.

Hækkunin er fjármögnuð með framlagi úr varúðarsjóði og hefur því ekki áhrif á fjárhag Ísafjarðarbæjar.

Viðaukinn fer nú til afgreiðslu í bæjarstjórn.

DEILA