Kjörgögn frá Ísafirði á leiðinni í Borgarnes

Kjörfundi er alls staðar lokið í alþingiskosningunum sem fram fóru í dag. Kjörgögn hafa verið útbúin til flutnings á talningarstað í Borgarnesi og fyrir skömmu lagði Landsbjörg af stað frá Ísafirði með kjörgögnin.

Fyrr í kvöld var upplýst að búist væri við því að atkvæðin frá Vestfjörðum yrði komin um kl 4 í nótt.

Frá Ísafirði í kvöld.

Myndir: Landsbjörg.

DEILA