Íslenskusénsinn 2024

Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag vill verðlauna fyrir að gefa íslensku séns.

Í tilkynningu segir að blásið hafi verið til leiks þar sem íbúum norðanverðra Vestfjarða gefst tækifæri til að útnefna þann aðila, fyrirtæki, stofnun, félagasamtök og svo framvegis sem talinn er hvetja sem mest til íslenskunotkunar í víðum skilningi og stuðla þar af leiðandi að framförum í meðförum tungunnar samkvæmt þeim einkunnarorðum að íslenska lærist ekki nema hún sé notuð. Auðvitað má svo einnig útnefna einstakling. Við biðjum um stuttan rökstuðning á útnefningunni en rökstuðningur verður samt ekki endilega að fylgja.

Útgangspunktur getur verið: Er íslenska alltaf í boði (alls konar íslenska)? Er ætíð leitast við að gera sig skiljanlegan með öllum tiltækum ráðum á íslensku? Styður aðilinn með ráðum og dáðum við máltileinkun fólks.

Verðlaunin heita Íslenskusénsinn og verða afhent á Dokkunni á Ísafirði á degi íslenskrar tungu, 16.11. klukkan 17:00.

DEILA