Íslensku kirkjurnar í sýningarsal Fjölval á Patreksfirði

Jólasýning á íslensku kirkjunum verður haldinn helgina 30. nóvember – 1. desember í sýningarsal Fjölval á Patreksfirði. Á sýningunni verður hægt að sjá yfir 15 mismunandi kirkjur þar á meðal tvær risakirkjur Hallgrímskirkju og Reyðarfjarðarkirkju. Einnig verður gamla Ísafjarðarkirkja til sýnis. Sýningin er opin öllum. Bæði leikskólinn og grunnskólinn á Patreksfirði fá sérstaka sýningu á kirkjunum.

Staðsetning: Fjölval á Patreksfirði 

Tími: laugardag  kl. 11-15 – Sunnudag kl. 11-14 

Dagssetning: Laugardagurinn 30 nóvember og sunnudaginn 1 desember.

Aðgangseyrir: Frítt inn og opið öllum.

Einar Mikael Sverrisson með líkan af Hallgrímskirkju.

DEILA