Sjálfstæðisflokkurinn opnaði á mánudagskvöldið kosningaskrifstofu á Ísafirði í Silfurgötu 5. Þrátt fyrir vonskuveður og helliúrkomu var vel mætt og húsnæðið þétt setið.
Ólafur Adolfsson, oddviti listans í Norðvesturkjördæmi hélt ávarp og hvatti stuðningsfólk til dáða. Mikil endurnýjun er á listanum og eru fjórir efstu allir nýir á listanum.
Einar K. Guðfinnson, fyrrv. forseti Alþingis og Ólafur Adolfsson, oddviti listans.
Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.