Ísafjarðardjúp enn lokað

Frá krapaflóði í Hestfirði fyrr á árinu.

Ísafjarðardjúp er lokað vegna aurskriðu sem féll í Hestfirði í gærkvöldi og einnig er Dvergasteinsá í Álftafirði orðin erfið og vatnsmikil og rennur vatn yfir veg. Unnið er að hreinsun og verða upplýsingar birtar á upplýsingavef Vegagerðarinnar um leið og þær berast uppúr hádegi. Aurskriða féll inn á veg og lokar annari akreininni á Dynjandisheiði. Í gærkvöldi lokaðist vegurinn að Dýrafjarðargöngum í Dýrafirði en hefur nú verið opnaður að nýju.

Vegfarendur eru hvattir til að aka með gát þar sem aukin skriðuhætta er víða á vegum.

DEILA