Innviðaráðuneytið: Súðavíkurgöng undirbúin

Mynd úr skýrslu Vegagerðarinnar um göng milli Súðavíkur og Ísafjarðar.

Í tilkynningu frá Innviðaráðuneytinu í gær kemur fram að í nýsamþykktum fjárlögum fyrir 2025 sé gert ráð fyrir framlögum vegna undirbúnings jarðgangna á fjórum stöðum (Fljótagöng, Hvalfjarðargöng, Ólafsfjörður/Dalvík og Súðavík/Ísafjörður). Þetta er breyting frá framlagði jarðgangaáætlun á síðasta þingvetri, sem ekki varð útrædd, en þar var ekki gert ráð fyrir fé til undirbúnings Súðavíkurgöngum.

Þá segir í tilkynningunni að unnið verði í ýmsum stórum verkefnum á árinu 2025, m.a. á Vestfjörðum, Reykjanesbraut og við Hornafjarðarfljót. Sérstaklega eru tilgreind Gufudalssveit og Dynjandisheiði. Alls verður rúmum 27 milljörðum kr. ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu á árinu 2025.

DEILA