Hrognkelsi öflugri sundfiskur en áður var talið

Hrogn­kelsi virðast synda lengri vega­lengd­ir en áður hefur verið talið. Þetta er niðurstaða vís­inda­manna sem hafa fundið tvö hrogn­kelsi sem merkt voru aust­ur af Íslandi og syntu 1.510 kíló­metra og 1.612 kíló­metra til Dan­merk­ur til að hrygna.

Þetta kemur fram í vísndagrein sem ný­verið var birt í vís­inda­tíma­rit­inu Journal of Fish Bi­ology og sagt er frá á vef Hafrannsóknastofnunar.

Rann­sókn­in spann­ar sex ára tíma­bil og voru á tíma­bil­inu merkt 2.750 hrogn­kelsi í Ir­min­ger­hafi og í Nor­egs­hafi.

Voru 17 fisk­ar end­ur­heimt­ir og veidd­ust fjór­ir þeirra meira en þúsund kíló­metra frá því svæði sem þeir voru merkt­ir. Þetta er talið sýna að hrogn­kelsi synda lang­ar vega­lengd­ir milli fæðuslóðar á út­hafi að sum­ar­lagi og hrygn­ing­ar­stöðva við strönd­ina að vori.

DEILA