Lögreglan á Vestfjörðum varar við grjóthruni á Óshlíðinni og biður fólk, sem þar er á ferli, um að fara varlega.
Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands barst ábending um að mikið grjóthrun hafi orðið nú nýlega úr Óshlíð. Grjótið hafi fallið úr hlíðinni ofan vegarins, sem var aflagður árið 2010 með opnun jarðganganna milli Hnífdals og Bolungarvíkur.
En þessi gamli og aflagði vegur um Óshlíð er vinsæll sem útivistasvæði og margir sem ganga, hlaupa eða hjóla þennan veg.
Lögreglan á Vestfjörðum vill vara við ferðum á veginum meðan aukin grjóthrunshætta er, eins og er þessa dagana.