Ísafjarðarkirkja vekur athygli á svonefndum gæðastundum í kirkjunni næstu þrjár vikurnar. Þá kemur saman fólk á öllum aldri á þriðjudögum milli kl 13 og kl 15 í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju og hlýða á erindi af ýmsum toga.
Næsta þriðjudag verður það sr. Fjölnir Ásbjörnsson sem segir frá ferðum sínum um Jakobsveginn, eina þekktustu pílagrímalið í Evrópu.
Næstu þrjá þriðjudaga þar á eftir verða Jóna Símonía Bjarnadóttir, Elfar Logi Hannesson og Halla Signý Kristjánsdóttir með erindi.