Í þessari bók eftir Björn G Björnsson er fjallað um frumherja í íslenskri húsagerð sem eru fæddir fyrir aldamótin 1900, fimm í Reykjavík og fimm úti á landi.
Þeir lærðu fyrstu handtökin í smiðjunni heima, fóru í Iðnskólann eða í smíðanám hjá góðum meisturum, kláruðu sveinsstykkin sín – jafnvel tvö – og tóku stefnu á teikniskóla í Kaupmannahöfn, Noregi eða í Þýskalandi.
Þetta er þriðja bókin eftir sama höfund um frumherja í íslenskri húsagerð. Hinar fjölluðu um Rögnvald Ólafsson og Einar Erlendsson.
Hér eru á ferð tíu piltar fæddir fyrir aldamótin 1900, fimm í Reykjavík og fimm úti á landi, Pétur Ingimundarson, Jens Eyjólfsson, Finnur Thorlacius, Jóhann Fr. Kristjánsson, Guttormur Andrésson, Þorleifur Eyjólfsson, Sigurður Pétursson, Sveinbjörn Jónsson, Sigmundur Halldórsson og Guðmundur H. Þorláksson.
Þeir lærðu fyrstu handtökin í smiðjunni heima, fóru í Iðnskólann eða í smíðanám hjá góðum meisturum, kláruðu sveinsstykkin sín – jafnvel tvö – og tóku stefnu á teikniskóla í Kaupmannahöfn, Noregi eða í Þýskalandi. Svo tínast þeir heim á fyrstu áratugum nýrrar aldar með ólíka reynslu í pokanum og gerast húsasmiðir, byggingarmeistarar og kennarar.
Fimm þeirra öðlast viðurkenningu sem fullgildir arkitektar 1939. Allir eiga þeir sín öndvegisverk, byggingar sem bera hæfileikum þeirra fagurt vitni, og setja góðan svip á hið manngerða umhverfi okkar. Tveir rituðu endurminingar sínar en um suma er minna vitað – vonandi er eitthvað bætt úr því hér.
Í bókinni er fjallað um 220 hús, í henni eru 590 ljósmyndir auk 175 húsateikninga.