Formaður björgunarsveitarinnar Kyndils lést í slysi við Tungufljót

Landsbjörg greindi frá því rétt í þessu að það hafi verið formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ sem lést í slysi sem varð á æfingu í straumvatnsbjörgun í og við Tungufljót síðdegis á sunnudag.

Í tilkynningu segir formaður Landsbjargar að hugur hennar og allra félaga í Slysavarnafélaginu Landsbjörg sé með aðstandendum hans og félögum og verkefnið núna sé fyrst og fremst að taka utan um þann hóp með allri þeirri sálrænu aðstoð sem við getum veitt, og þau vilja þiggja.

Rannsókn slyssins er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi og félagið mun að sjálfsögðu veita alla þá aðstoð við hana sem beðið er um.

Hinn látni hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson og var á fertugsaldri.

DEILA