Flutningur innanlands í október 2024

Alls skráðu 5.400 einstaklingar flutning innanlands í október til Þjóðskrár. Þetta er fækkun frá síðasta mánuði eða um 0,7% þegar 5.438 einstaklingar skráðu flutning innanlands. Miðað við sama mánuð á síðasta ári er niðurstaðan aukning um 16,3% þegar 4.554 einstaklingar skráðu flutning innanlands.

Þegar horft er til flutninga innan og milli landshluta þá kemur í ljós að 3.357 einstaklingar fluttu lögheimili sl. mánuð á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim fluttu 2.991  einstaklingar innan svæðisins.

Á Suðurnesjum fluttu 601 lögheimili í síðusta mánuði. Þar af fluttu fluttu 344 innan landshlutans og 196 til höfuðborgarsvæðisins.

Á Suðurlandi fluttu 469 lögheimili sitt í síðasta mánuði. Þar af fluttu 343 innan landshlutans en 99 til höfuðborgarsvæðisins.

Á Vestfjörðum fluttu 99 lögheimili í síðusta mánuði. Þar af fluttu fluttu 58 innan landshlutans og 23 til höfuðborgarsvæðisins. 29 fluttu frá höfuðborgarsvæðinu og til Vestfjarða

Þessar tölur eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi.

DEILA