Fiskistofa leiðir verkefni um þróun eftirlits með fiskveiðum

Fiskistofa hefur undanfarin tvö ár leitt verkefni sem styrkt er af Norrænu ráðherranefndinni og snýst um þróun eftirlits með fiskveiðum.

Verkefninu er skipt í fjóra hluta:

  • sjálfvirknivæðingu aflaskráningar
  • fjareftirlit með veiðum
  • áhættumat og áhættugreiningu
  • miðlun ýmissa upplýsinga á milli ríkja.

Slíkt alþjóðlegt samstarf er afar mikilvægt fyrir Fiskistofu þar sem stofnunin fær tækifæri til þess að miðla þekkingu sem og læra af árangri annarra þjóða. Auk Íslands komu að verkefninu fulltrúar frá Færeyjum, Danmörku, Bretlandi, Grænlandi, Kanada og Noregi.

Loka fundur hópsins var haldinn í Hafnarfirði í síðasta mánuði en þrátt fyrir að verkefninu sé nú lokið munu fulltrúar ríkjanna áfram vera í virku samtali um þessi viðfangsefni.

DEILA