Héraðsfréttavefmiðillinn Feykir.is í Skagafirði hefur ákveðið að loka fyrir ókeypis aðgang að fréttum og öðru efni sem hingað til hefur staðið öllum opið á vefsvæði þess.
Lesendur eru hvattir til að styrkja útgáfuna og gerast rafrænir áskrifendur sem mun kosta um 2 – 3 þúsund á mánuði.
Á Feykir.is segir: „Á netinu hefur það tíðkast að allt fæst fyrir ekkert, nema fólk borgar jú símafyrirtækjum brosandi fyrir netsambandið. Mikil vinna liggur að baki því efni sem sett er á netið og það er nokkuð ljóst að flestir reikna ekki með því að smiðir, bifvélavirkjar eða aðrir sem vinna heiðarlega vinnu, gefi hana. Svæðisfréttamiðlar hafa í vaxandi mæli tekið upp á því að loka fréttaefni á síðum sínum nema greitt sé fyrir.“
Um eitt ár er síðan Skessuhorn á Akranesi hóf að selja aðgang að vefnum skessuhorn.is.