Eyrarhlíðin er ennþá lokuð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni fyrir nokkrum mínútum. Unnið er að opnun en óvíst er hvenær tekst að opna veginn. Nánari upplýsingar koma um hádegi.
Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð, Ísafjarðardjúp og Steingrímsfjarðarheiði.
Á Dynjandisheiði eru vatnsskemmdir á veginum og eru vegfarendur eru beðnir að aka varlega þar sem líkur eru á skriðuhættu.
Bíldudalsvegur er enn lokaður vegna skemmda í Trostansfirði.
Uppfært kl 10:33. Búið er að opna Eyrarhlíðina, en umferð verður stýrt til að byrja með.