Stjórn Edinborgarhússins hefur óskað eftir aðkomu Ísafjarðarbæjar að rekstri Edinborgarhússins. Vísað er til þess að þegar hafi verið gerður tveggja ára samningur við menntamálaráðuneytið sem er gerður á grundvelli viðræðna um þríhliða samning sem staðið hafa yfir frá árinu 2022 milli ráðuneytisins, Edinborgarhússins og Ísafjarðarbæjar.
Stjórnin bendir á lið 2.2 í aðgerðaráætlun með menningarstefnu Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2025 og til liðar
2.2 í Menningarstefnu Ísafjarðarbæjar 2022-2032 máli sínu til stuðnings.
Bókað er að bæjarráð tekur jákvætt í áframhaldandi samstarf við Edinborgarhúsið og var bæjarstjóra falið að ræða við stjórn hússins.
Styrkur menntamálaráðuneytisins er 20 milljónir króna fyrir árin 2025 og 2026, 10 m.kr. fyrir hvort ár.