Dreifnám í húsasmíði og múraraiðn hjá Menntaskólanum

Á vorönn 2025 er stefnt að því að bjóða upp á tvær nýjar námsgreinar í lotubundnu dreifnámi hjá Menntaskólanum á Ísafirði.

Um er að ræða húsasmíði annars vegar og múraraiðn hins vegar, hvoru tveggja með fyrirvara um næga þátttöku.

Námið verður kennt í staðbundnum helgarlotum og fjarnámi þess á milli.

Nemendur sem náð hafa 23 ára aldri og eru með 3 ára starfsreynslu í viðkomandi grein geta farið í raunfærnimat.

DEILA