Í Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur verið samþykkti skipulagslýsing fyrir innri hluta Tunguhverfis á Ísafirði. Verkið er unnin af ráðgjöfum Verkís hf. fyrir Ísafjarðarbæ.
Markmið Ísafjarðarbæjar með skipulagsgerðinni er að móta vandað nýtt íbúðarhverfi sem tekur mið af aðliggjandi íbúðarbyggð og hefur sterk tengsl við útivistarsvæði í Tungudal.
Ísafjarðarbær leggur áherslu á að sjálfbær þróun og hagsmunir íbúa sveitarfélagsins verði hafðir að leiðarljósi við ákvarðanatöku um útfærslu íbúðarhverfisins. Með skipulagsgerðinni gefist íbúum og hagaðilum möguleiki á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi.
Skipulagslýsingin er aðgengileg á bæjarskrifstofum, Hafnarstræti 1, Ísafirði, og á vefsíðu Skipulagsstofnunar til og með 19. desember 2024.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma.