Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 16. nóvember í 29. sinn.
Dagskráin er einstaklega hátíðleg í ár þar sem glæsilegri handritasýningu verður opnuð í Eddu á degi íslenskunnar og í kjölfarið verða verðlaun Jónasar Hallgrímssonar veitt. Fjölbreyttir viðburðir verða í boði alla vikuna líkt og sjá má á dagskrá hér að neðan.
Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Dagurinn er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert.
Þann dag eru árlega veittar viðurkenningar og verðlaun fyrir störf í þágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviðburða.