Bæjarstjórn Bolungavíkur hefur samþykkt fimm ára framkvæmdaáætlun fyrir árin 2025 til og með 2029. Samtals er gert ráð furor 1.613 m.kr. í framkvæmdir á þesum tíma. Á næsta ári verður framkvæmt fyrir 303 m.kr. Árið 2026 verður framkvæmt fyrir 384 m.kr. og 373 m.kr. árið eftir. Síðustu tvö árin fara 299 m.kr. og loks 254 m.kr. til framkvæmda.
Hæsta fjárhæðin fer til endurbygginga gatna, malbikun gatna, gangstéttir og plön. Samtals verður varið 360 m.kr. Á næsta ári verður haldið áfram endurbyggingu Völusteinsstrætis með 80 m.kr. framlagi en meginþunginn er á árunum 2028 og 2029 þegar eru 120 m.kr. hvort ár.
Byrjað verður á Lundahverfi á næsta ári og fara 260 m.kr. í verkið á þremur árum 2025 – 2027.
Á næsta ári verður lokið við nýju vatnsveituna og er áætlað að það kosti 60 m.kr.
Viðgerðir hefjast á Hvíta húsinu á næsta ári og fara 100 m.kr. í það á árunum 2025 og 2027.
Viðgerðir á Ráðhúsinu hefjast á árinu 2026 og er gert ráð fyrir 60 m.kr. á þremur árum.
Ráðast þarf í viðgerðir á Grunnskólanum og eru settar 225 m.kr. á þessum fimm árum til þess. Langstærst er ný utanhússklæðning og þakstál sem kosta 186 m.kr.
Í sundlauginni þarf að endurnýja baðklefa og aðstöðu fyrir líkamsrækt. Settar eru 100 m.kr. til verksins á tímabilinu.
Til hafnarframkvæmda er áætlað 283 m.kr. í viðhaldsframkvæmdir, flotbryggjur og nýjar framkvæmdir samkvæmt samgönguáætlun.
Loks þá er þess að geta að 105 m.kr. fara til slökkviliðsmála. Þar er endurnýjun slökkvibifreiðar fjárfrekust með 35 m.kr.