Bæjarráð Ísafjarðarbæjar er samþykkt því að framlengja samning Ísafjarðarbæjar um Blábankann, sem rennur út um næstu áramót, til næstu fjögurra ára 2025 -28 og verður nýr samningur lagður fyrir bæjarstjón til samþykktar.
Ísafjarðarbær veitir árlegan fjárstuðning til Blábankans sem upphaflega var 3.750.000 kr. þegar samningurin var fyrst gerðiur árið 2021, en er uppreiknaður 4.687.000 kr.
Blábankinn er samfélagsmiðstöð á Þingeyri, atvinnu- og þekkingarmiðstöð sem auk Ísafjarðarbæjar að standa Landsbankinn, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Vestinvest og Simbahöllin.
Guðrún Steinþórsdóttir mun taka við sem Blábankastjóri þann 1. desember næstkomandi. Guðrún er
búsett á Þingeyri og hefur setið í stjórn Blábankans um hríð og vel kunnug starfinu. Þá hefur Lísbet Harðardóttir hefur verið ráðin til að sinna nýrri verkefnastöðu og mun sjá um styrktarumsóknir
fyrir Blábankann fyrir hin ýmsum verkefni og vinna að því að auka nýtingu rýma og hvetja heimamenn til
að koma hugmynd sinni áfram með þeirri aðstöðu og aðstoð sem Blábankinn býður upp á með það
markmið að auka atvinnutækifæri á Þingeyri og Vestfjörðum í heild.
Sædís Ólöf Þórsdóttir hættir í stjórn sem fulltrúi Ísafjarðarbæjar og verður óháður stjórnarmaður. Inn í stjórnina kemur Marsibil Kristjánsdóttir sem fulltrúi Ísafjarðarbæjar.