Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum vegna kosninga til Alþingis 30. nóvember 2024 hófst fimmtudaginn 7. nóvember.
Greiða má atkvæði á skrifstofum embættisins á almennum afgreiðslutíma á hverjum stað, sem hér segir:
Aðalstræti 92, Patreksfirði, frá kl. 9:30 til 12:00 og 13:00 til 15:00 en til kl. 12:00 á föstudögum.
Hafnarstræti 1, Ísafirði, frá kl. 9:30 til 15:00 en til kl. 13.30 á föstudögum.
Hafnarbraut 25, Hólmavík, frá kl. 9:00 til 13:00 en til kl. 12:00 á föstudögum.
Föstudaginn fyrir kjördag, 29. nóvember, verður opið til kl. 16:00 á öllum skrifstofum embættisins fyrir atkvæðagreiðsluna.
Á kjördag verður opið milli kl. 11:00 og 15:00 á öllum skrifstofum fyrir þá kjósendur sem ekki geta sótt kjörfund.
Atkvæðagreiðsla á sjúkrastofnunum og dvalarheimilum í umdæminu verður auglýst sérstaklega á hverjum stað þegar nær dregur og á vef sýslumanna, www.syslumenn.is.
Kjósandi getur sótt um að greiða atkvæði í heimahúsi ef hann getur ekki sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun. Sjá nánar á www.syslumenn.is.
Skylt er þeim sem greiða atkvæði utan kjörfundar að framvísa skilríkjum.