Arctic Fish Holding AS hefur tilkynnt í kauphöllinni í Osló að forstjóri félagsins Stein Ove Tveiten muni láta af störfum.
Í tilkynningunni er haft eftir Stein Ove að undanfarin sjö ár hafi verið mikill uppgangstími fyrir fyrirtækið og fiskeldi á Íslandi. Hann segir það hafa verið heiður að sinna starfinu á þessum tíma og að Ísland og Arctic Fish séu í einstæðri stöðu til þess að vinna að áframhaldandi vexti og sjálfbærri þróun.
Stjórnarformaðurinn Øyvind Oaland þakkar Stein Ove Tveiten fyrir störf hans hjá fyrirtækinu og segir hann skila af sér traust fyrirtæki með góða vaxtarmöguleika.
Stein Ove mun gegna starfinu þar til eftirmaður hans hefur verið ráðinn.