Í nóvember 2023 hófst verkefnið „Aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga“ af fullum krafti.
Verkefnið er á ábyrgð umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins og framkvæmt í samstarfi við Byggðastofnun, Skipulagsstofnun og skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands.
Auk þessa aðila eru fimm sveitarfélög sem hafa tekið virkan þátt í að þróa verkefnið. Lögð var áhersla á að sveitarfélögin væru sem fjölbreyttust m.t.t. stærðar, staðsetningar, lykilatvinnugreina og loftslagstengdra áskorana.
Fyrsta skref verkefnisins með sveitarfélögunum var að halda vinnustofur til að greina helstu áhættur loftslagstengdra náttúruváa. Á vinnustofunum voru skoðaðir sögulegir náttúruvár atburðir sem höfðu áhrif á sveitarfélagið.
Út frá niðurstöðum vinnustofanna var ákveðið að staðfæra aðferðafræði að íslenskum aðstæðum sem upphaflega var þróuð fyrir sveitarfélög í Evrópu og kallast RAST (Regional Adaptation Support Tool).
Þátttökusveitarfélögin fimm hafa öll unnið viðkvæmnimat með RAST verkfærinu og greint nánar stöðu sína vegna mismunandi náttúruvár. Niðurstöðurnar ná yfir möguleg áhrif þeirra náttúruváa sem líklegar eru til að valda mestum skaða eða erfiðleikum fyrir sveitarfélagið. Öll sveitarfélögin greina hjá sér ákveðna þætti þar sem þau eru mögulega varnarlaus eða að mestu leyti varnarlaus gagnvart náttúruvánni.
Nánar verður greint frá framgangi verkefnisins á komandi mánuðum. Næstu skref eru að hvert þátttökusveitarfélaganna fimm vinnur að gerð aðlögunarpakka sem samanstendur af sérsniðnum aðlögunaraðgerðum