Ábending frá veðurfræðingi

Rétt er að vekja athygli á snöggum umskiptum seint í kvöld og nótt þegar kólnar með N-átt. Hríðarveður fylgir á norðanverðum Vestfjörðum í kvöld og norðanlands í nótt og fyrramálið. Eins ísing víða vestan- og suðvestantil þegar frýst ofan í blauta vegina. Annars er veðurspáin fyrir daginn ídag og næstu daga þess. Suðvestan 8-15 og skúrir eða él. Hiti 1 til 6 stig. Norðaustan 15-20 og snjókoma seint í kvöld og frystir. Norðaustan 5-13 og minnkandi éljagangur á morgun og frost 3 til 10 stig. Spá gerð: 27.11.2024 09:53. Gildir til: 29.11.2024 00:00.

Á föstudag: Norðaustan 5-13, en 13-18 við suðausturströndina. Þurrt og bjart veður á vestanverðu landinu. Skýjað austantil og fer að snjóa þar undir kvöld. Frost 4 til 22 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á laugardag: Norðaustan og norðan 10-15 m/s, en 15-20 austantil á landinu. Snjókoma á Austfjörðum, Austurlandi og Norðausturlandi. Él á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Úrkomulaust suðvestanlands. Frost 0 til 8 stig, hlýjast með suðausturströndinni.
DEILA