Þjóðskrá hefur tekið saman tölulegar upplýsingar úr kjörskrá sem gerð hefur verið fyrir alþingiskosningar sem fram fara laugardaginn 30. nóvember nk.
Heildarfjöldi kjósenda er 268.422, konur eru 134.575 en karlar eru heldur færri eða 133.691. Fjöldi aðila með hlutlausa kynskráningu eða kynsegin er 156.
Flesta kjósendur er að finna í Suðvesturkjördæmi eða 79.052 og fæstir eru þeir í Norðvesturkjördæmi eða 22.348.
Nú geta þau stjórnmálasamtök sem bjóða fram til Alþingiskosninga þann 30. nóvember 2024 fengið aðgang að kjörskrá í þeim kjördæmum þar sem þau bjóða fram.
Hægt er að velja um að fá kjörskrána á pdf eða Excel formi og verður hún send í gegnum Signet Transfer.