Vinstri grænir: fjórir Vestfirðingar á framboðslista í Norðvesturkjördæmi

Þrjú efstu á listanum: Bjarki Hjörleifsson, Stykkishólmi 2. sæti, Álfhildur Leifsdóttir, 1. sæti og Sigríður Gísladóttir 3. sæti.

Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi.

Bjarni Jónsson alþm. flokksins sem kosinn var í síðustu kosningum 2021 hefur sagt skilið við flokkinn. Í efsta sæti er Álfhildur Leifsdóttir, Sauðárkróki, frá Keldudal í Skagafirði.

Ísfirðingurinn Sigríður Gísladóttir er í þriðja sæti listans. Auk hennar eru María Maack, Reykhólum í 6. sæti, Matthías Lýðsson, Húsavík í Strandabyggð er í 8. sæti og Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafirði skipar 11. sætið.

Þá er reyndar fimmti Vestfirðingurinn á listanum, en það er Björg Baldursdóttir frá Vigur í Ísafjarðardjúpi, en hún er búsett í Skagafirði og skipar heiðurssæti listans.

DEILA