Vilja standa vörð um línuívilnun

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda (LS) vek­ur at­hygli á mikilvægi línuívilnunar á vefsíðu sinni.

Þar segir að á síðasta fiskveiðiári hafi þorskur verið of naumt skammtaður til línuívilnunar.  

Aðeins 1.100 tonn sem voru uppurin í lok maí.  Upp úr miðjum júlí var fallist á beiðni LS um viðbót, skilaði 115 tonnum sem entist út fiskveiðiárið. 

Línuívilnun nýttist 52 bátum á fiskveiðiárinu sem gerðir voru út frá 33 stöðum.

Á yfirstandandi fiskveiðiári eru aðeins 800 tonn af þorski ætluð til línuívilnunar, rúmlega þriðjungs skerðing milli ára.  

Línuívilnun sem komið var á fyrir tilstuðlan LS árið 2003 á því undir högg að sækja.

„Smábátaeigendur verða að berjast gegn öllum áformum um að línuívilnun verði skert og jafnvel aflögð.  Útgerð tuga smábáta stendur og fellur með línuívilnun og alls engin rök fyrir að ógna útgerð þeirra nema ef vera skyldi meðvituð ákvörðun að auka samþjöppun með færslu veiðiheimilda til stærri útgerða.  Álít að búið sé að gera nóg í þeim efnum.“, sagði Örn Pálsson í ræðu sinni á aðalfundi LS.

DEILA