Veturnætur Ísafirði: Lúðrasveitin í Neista

Lista- og menningarhátíðin Veturnætur standa yfir á Ísafirði þessa dagana. Hátíðin hófst formlega á miðvikudaginn með opnun sýningar Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur, Marga fjöruna sopið, á gangi Safnahússins á Ísafirði.

Á fimmtudaginn mætti Lúðrasveit Tónlistarfélags Ísafjarðar í Neista og spilaði fyrir gesti og gangandi nokkur hressandi lög. Í gær var m.a. opnuð í Listasafni Ísafjarðar einkasýning Sigurðar Atla Sigurðssonar.

Í dag hefst dagskráin kl 11 með listasmiðju fyrir börn á miðstigi í LRÓ, Edinborgarhúsinu. Í hádeginu verður opið hús í Tónlistarskólanum og eftir hádegið verður opið hús í Netagerðinni. Að öðru leyti verður dagskráin þannig:

14:00 Útnefning bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2024. Viðburðurinn fer fram í Netagerðinni.
14:00-16:00 Manga-vinnustofa á Bókasafninu Ísafirði. Vinnustofan er ætluð börnum 12 ára og eldri.
20:00 Sviðaveisla Kiwanisklúbbsins Bása í Sigurðarbúð.
20:00-23:00 Stjörnuskoðun með Diego (ef veður leyfir). Stjörnuskoðunin fer fram ofan við ysta hluta Urðarvegs, sjá á korti.

Á morgun sunnudag verður m.a. kl 16 útgáfuhóf nótnabókarinnar Lög frá Ísafirði í Edinborgarhúsinu.

Dagskráin.

Lúðrasveit T. Í. í Neista.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA