Vesturbyggð: 29,1 m.kr. hagnaður af sölu íbúða

Smábátaflotinn í Patrekshöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti í gær viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna áformaðrar sölu á tveimur íbúðum.

Gert er ráð fyrir að setja tvær íbúðir sveitarfélagsins á sölu. Annarsvegar Urðargötu 23 nh. á Patreksfirði og hins vegar Móatún 18 á Tálknafirði.

Í viðaukanum kemur fram að söluhagnaður er áætlaður 29,1 m.kr.

Eftir breytinguna er rekstrarniðurstaða A hluta áætluð verða neikvæð um 9,5 m.kr. en í upphaflegri fjárhagsáætlun var niðurstaðan neikvæð um 32,6 m.kr.

Niðurstaða bæði A og B hluta verður jákvæð um 75 m.kr. en var jákvæð um 52 m.kr.

Munurinn á betri afkomu A og B hluta samanlagt en á A hluta sérstaklega skýrist fyrst og fremst af góðri afkomu hafnasjóðs, vatnsveitu og fráveitu sem skila um 90 m.kr. í afgang eftir rekstur.

DEILA