Vestfirðir: fjölgar um 0,9%

Ísafjörður

Íbúum á Vestfjörðum fjölgaði um 0,9% frá 1.desember sl til 1. oktober 2024. Þeir voru orðnir 7.541 en voru 7.477 fyrir 10 mánuðum. Íbúafjölgunin á landsvísu var 1,7% á sama tíma. Nemur fjölgunin á Vestfjörðum liðlega helmingnum af landsfjölguninni.

Langmest hefur fjölgað í Ísafjarðarbæ eða 73 manns og eru íbúarnir orðnir 4.008. Fjölgunin í sveitarfélaginu var 1,9% á þessum tíma sem er það sama og íbúafjölgunin á landsvísu.

Í Bolungavík hefur fjölgað um 1,3% eða um 13 manns. Þá fjölgaði um 8 manns í Kaldrananeshreppi.

Fækkun varð í þremur sveitarfélögum. Í Vesturbyggð og Súðavík um 11 manns í hvoru um sig og um mest hefur fækkað í Strandabyggð, en þar fækkaði um 14 manns.

DEILA