Þingeyri – Samningur tryggir reksturinn til lengri tíma

Á dögunum var undirritaðir ný samningar til sex ára um aflamark Byggðastofnunar við fyrirtækið Íslenskt sjávarfang ehf.

Rúnar Björgvinsson framkvæmdarstjóri fyrirtækisins segir samninginn grundvöll þess að hægt sé að halda uppi heilsárs vinnslu í frystihúsinu á Þingeyri.

Samningar til 6 ára í senn hafa tryggt að hægt sé að ráðast í kostnaðarsamar fjárfestingar í tækjabúnaði sem tryggir reksturinn til lengri tíma litið.

„Íslenskt sjávarfang hefur rekið frystihúsið á Þingeyri síðastliðin 9 ár og hefur starfsmannafjöldi verið 25-35 manns lengst af og enginn dagur fallið niður í vinnslu.

Þetta skiptir sköpum fyrir lítið samfélag eins og Þingeyri enda er frystihúsið stærsti vinnustaðurinn þar. Þetta hefði ekki verið hægt án Aflamarks Byggðastofnunar og samningum við útgerðir sem tryggja hráefni til vinnslunnar.“

Frá undirritun á Þingeyri. Frá vinstri Reinhard Reynisson, Stefán Egilsson, Arnar Már Elíasson, Viktor Pálsson, Ragnar Örn Þórðarson og Hermann Úlfarsson.

DEILA