Tálknafjörður: óánægja með opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar

Liðlega 60 íbúar í Tálknafirði hafa sent bæjarstjórn Vesturbyggðar erindi þar sem þeir lýsa yfir óánægju sinni með opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar á Tálknafirði. Benda þeir á að sama gjaldskrá gildi þar og í Bröttuhlíð á Patreksfirði en hins vegar sé ekki um sömu þjónustu að ræða.

Þá sé heitt vatn á Tálknafirði sem geri rekstur íþróttamiðstöðvarinnar þar ódýrari í rekstri en aðrar íþróttamiðstöðvar í sveitarfélaginu.

Sem dæmi um lakari þjónustu er nefnt að íþróttamiðstöðin er lokuð á sunnudögum sem eru upplagðir fjölskyldudagar.

Óskað er eftir þvi að þjónunstan á Tálknafirði verði sú sama og í Bröttuhlíð eða að gjaldskráin verði lækkuð itl samræmis við lakari þjónustu.

Bæjarráð Vesturbyggðar fól bæjarstjóra að afla gagna varðandi aðsókn í íþróttahús Vesturbyggðar og vísaði málinu áfram til vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

DEILA